fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Landsréttur sýknaði móður sem dæmd hafði verið fyrir mansal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún var sögð hafa flutt börnin sín hingað til lands og neytt þau til að vinna allt að 13 klukkustundir á dag launalaust í fyrirtæki þar sem hún var verkstjóri. Hún var jafnframt sökuð um að hafa hirt af þeim launin og notað í eigin þágu.

Þann 7. apríl árið 2012 sakfelldi Héraðsdómur þessa konu fyrir mansal, brot í nánu sambandi og barnarverndarlagabrot og peningaþvætti. Var hún dæmd í fjögurra ára fangelsi og til að greiða börnunum sínum rúmlega 22 milljónir króna.

En síðastliðinn föstudag sneri Landsréttur við þessum dómi og sýknaði konuna af öllum ákæruliðum. Landsréttur telur að vinnutími barnanna hafi verið ofskráður og mikil óvissa sé um hann. Landsréttur byggir sýknudóm sinn að miklu leyti á því að launum barnanna hafi verið ráðstafað til byggingar sameiginlegs húss fjölskyldunnar í heimalandi hennar. Hafi bygging hússins verið sameiginleg ákvörðun foreldra barnanna.

Ennfremur segir orðrétt í dómi Landsréttar:

„Um atvik í máli þessu skal áréttað að ekki er annað fram komið en að ákvörðun ákærðu og eiginmanns hennar um að flytja til Íslands með börn sín hafi verið grundvölluð á því að högum fjölskyldunnar yrði betur borgið hér en á […] og að ósannað sé að fyrir henni hafa vakað að misnota þau til nauðungarvinnu. Skömmu eftir komu hingað til lands hófu börnin skólagöngu og bendir ekkert til annars en að hún hafi gengið vel, ástundun þeirra hafi verið góð og engin vandamál komið upp. Þá verður ekki annað séð en að allur aðbúnaður barnanna á heimili þeirra í […] hafi verið með ágætum. Allan þann tíma sem þau hafa verið búsett hér á landi hafa þau búið með föður sínum og verður að ætla að þau hafi getað haft af honum stuðning þegar hagsmunir þeirra voru annars vegar.“

Sem fyrr segir var konan sýknuð af öllum ákæruliðum og kröfum barnanna á hana vísað frá dómi. Einn dómari skilaði þó séráliti og taldi að sakfella ætti konuna.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu