fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Hafa áhyggjur af hugmyndum um lokun Borgarskjalasafnsins

Eyjan
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi lýsir yfir miklum áhyggjum af hugmyndum borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni Reykjavík. Segir félagið að safnið sé lykilstofnun þegar kemur að varðveislu opinberra skjala höfuðborgarinnar. Í ályktun frá félaginu er jafnframt lýst yfir efasemdum um að lokun safnsins myndi leiða til eiginlegs sparnaðar:

„Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu borgarstjóra að loka Borgarskjalasafni Reykjavíkur.

 Borgarskjalasafnið á sér langa og merka sögu og er lykilstofnun þegar kemur að varðveislu opinberra skjala Reykjavíkurborgar, stofnana borgarinnar og fyrirtækja. Þó lög heimili að slík skjöl séu varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands eru þau betur komin á sérhæfðu safni sem varðveitir, miðlar og veitir aðgang að þeim í samræmi við þarfir, væntingar og metnað borgarinnar til þjónustu við íbúa og skilvirkni stjórnsýslunnar.

 Þá eru ótalin þau fjölmörgu einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í Borgarskjalasafni, en varsla þeirra til framtíðar, sem og áframhaldandi söfnun slíkra skjala, er sett í algjört uppnám með þessari tillögu.

 Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi telur einnig ástæðu til að efast um að tillaga borgarstjóra leiði af sér neina verulega fjárhagslega hagræðingu þar sem Reykjavíkurborg, stofnanir borgarinnar og fyrirtæki munu eftir sem áður bera ábyrgð á og greiða kostnað af frágangi og varðveislu skjala sinna í Þjóðskjalasafni Íslands. Skorað er á Reykjavíkurborg að opinbera þær fjárhagslegu forsendur sem tillagan byggir á svo að fram megi fara opin og hreinskiptin umræða um þær með aðkomu sérfræðinga á sviði skjalavörslu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi