fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Rekinn fyrir rúmum tveimur árum en gæti fengið annað tækifæri í París

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 11:30

Thomas Tuchel hefur áður verið stjóri PSG / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG hefur opnað dyrnar fyrir Thomas Tuchel að snúa aftur til félagsins nú rúmum tveimur árum eftir að félagið rak hann úr starfi.

Það eru miklar áhyggjur í París yfir stöðu liðsins en liðið hefur verið að tapa stigum heima fyrir og er í brekku eftir fyrri leikinn gegn Bayern í Meistaradeildinni.

Cristophe Galtier hefur samkvæmt fréttum í Frakklandi aðeins nokkra leiki til að bjarga starfi sínu.

Tuchel var rekinn frá París seint á árinu 2020 og tók svo við Chelsea þar sem hann vann Meistaradeildina. Tuchel var svo rekinn frá Chelsea í haust.

Galtier tók við PSG í sumar en hefur ekki náð að kveikja neistann í stjörnum liðsins en liðið er þó með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“