fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Jónas Yngvi til Uniconta

Eyjan
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Yngvi Ásgrímsson hóf nýverið störf hjá félaginu Uniconta Ísland en félagið er dreifingaraðili bókhaldskerfisins Uniconta og hefur verið allt frá árinu 2015.  Jónas Yngvi kemur til með að leiða ráðgjöf, þjónustu og sölu til fagaðila og viðskiptavina félagsins, en hann kemur yfir til Uniconta frá DK hugbúnaði, þar sem hann starfaði um 14 ára skeið við ráðgjöf og þjónustu við notendur. Jónas er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri en meðfram vinnu leggur hann nú stund á nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum.

„Ég er verulega spenntur fyrir nýja starfinu og hlakka til samstarfs við viðskiptavini og fagaðila auk þeirrar aðkomu sem ég mun eiga að þróun á lausnum hugbúnaðarins fyrir íslenskan markað. Uniconta hefur á undanförnum árum hlotið góðar viðtökur hér á landi og það hefur sýnt sig og sannað að kerfið er öflug framtíðarlausn fyrir íslensk fyrirtæki. Ég vona að reynsla mín og þekking verði félaginu lyftistöng og stuðli að áframhaldandi vexti og velgengni þess,“ segir Jónas Yngvi.

Uniconta er alþjóðleg viðskiptalausn úr smiðju Danans Erik Damgaard, en hann hannaði meðal annars hugbúnaðarkerfin Concorde XAL og Axapta, sem eru mörgum Íslendingum að góðu kunn. Uniconta Ísland er fimm manna hugbúnaðarhús sem annast staðfærslu, markaðssetningu og þjónustu Uniconta hér á landi. Viðskiptalausnir bókhaldskerfisins eru nú þegar í notkun hjá yfir 700 íslenskum félögum og fjöldi notenda þess fer ört vaxandi.

 „Jónas er góður fengur og það færir félaginu mikinn styrk að fá hann til liðs við okkur og ég er sannfærður um að þekking hans og reynsla mun koma okkur og viðskiptavinum félagsins vel. Uniconta er í stöðugri þróun og leggjum við mikla áherslu á að kerfið þróist í takt við kröfur okkar viðskiptavina. Það þýðir að við erum alltaf á tánnum í hröðum heimi tækninnar, en Uniconta er einmitt mjög góður valkostur fyrir íslensk fyrirtæki, þar sem kerfið býður upp á mikla möguleika, auk þess sem það er hraðvirkt og einfalt í uppsetningu,“ segir Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri Uniconta Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar