„Sjáið hvað ég er sæt núna, þegar ég er ekki lengur bólgin eftir aðgerð. Lol,“ sagði hún.
Look how cute i am now that swelling from surgery has gone down. Lol 😂 pic.twitter.com/jd8hQyi2Az
— Madonna (@Madonna) February 20, 2023
Útlit hennar vakti mikla athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Fjöldi aðdáenda lýstu yfir áhyggjum og hún varð einnig fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum.
Söngkonan svaraði fyrir sig og sagðist vera vonsvikin.
„Enn einu sinni er ég föst í hringiðu aldurshyggju og kvenfyrirlitningar sem stjórnar heiminum sem við lifum í. Heimur sem neitar að fagna konum sem eru eldri en 45 ára og finnst hann þurfa að refsa konu ef hún heldur áfram að vera ákveðin, dugleg og ævintýragjörn,“ sagði hún.
Sjá einnig: Madonna svarar fyrir „nýtt“ andlit á Grammy-verðlaunahátíðinni