fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Sjáið hvað ég er sæt núna, þegar ég er ekki lengur bólgin eftir aðgerð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 10:59

Madonna á Grammy-verðlaunahátíðinni og myndin sem hún birti á Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Madonna birti nýja mynd á Twitter í gær en útlit hennar hefur verið mikið til umræðu undanfarnar vikur.

„Sjáið hvað ég er sæt núna, þegar ég er ekki lengur bólgin eftir aðgerð. Lol,“ sagði hún.

Útlit hennar vakti mikla athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Fjöldi aðdáenda lýstu yfir áhyggjum og hún varð einnig fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum.

Söngkonan svaraði fyrir sig og sagðist vera vonsvikin.

„Enn einu sinni er ég föst í hringiðu aldurshyggju og kvenfyrirlitningar sem stjórnar heiminum sem við lifum í. Heimur sem neitar að fagna konum sem eru eldri en 45 ára og finnst hann þurfa að refsa konu ef hún heldur áfram að vera ákveðin, dugleg og ævintýragjörn,“ sagði hún.

Sjá einnig: Madonna svarar fyrir „nýtt“ andlit á Grammy-verðlaunahátíðinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart