Pedri miðjumaður Barcelona er einn efnilegasti knattspyrnumaður í heimi en hann hitti aðdáendur sína á dögunum.
Ung kona skellti sér að Pedri með miða sem flestir telja að hafi verið með símanúmeri hennar.
Pedri tók við miðanum og stakk honum beint í vasa sinn, ekki fylgir sögunni hvort hann hafi haft samband við konuna.
„Ég væri til í áritun frá Pedri en það er til fólk sem vill vera framtíðar maki hans,“ skrifar einn netverji.
„Minn maður Pedri í stuði innan og utan vallar,“ segir annar og margir hafa gaman af.
Pedri er tvítugur og hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína innan vallar.
🎬 | Pedri sneakily getting a girl's phone number 👀pic.twitter.com/GKyDU3Jizj
— infosfcb (@infosfcb) February 21, 2023