fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Faðirinn sem gafst ekki upp – Tók lögin í eigin hendur þegar allar götur virtust honum lokaðar

Pressan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir foreldrar óttast fátt meira en að lifa lengur en börnin sín og sorgin sem fylgir ótímabæru fráfalli afkomenda okkar er oft óbærileg, og þegar það er einhver annar sem ber ábyrgð því að barn kveður of snemma, þá er erfitt að una sér hvíldar á meðan sá aðili er ekki látinn sæta ábyrgð með einum eða öðrum hætti.

Sumarið 1982 fékk frakkinn André Bamberski símtalið sem ekkert foreldri vill fá. André var endurskoðandi sem naut nokkurrar velgengni og átti einskis ills von þegar fyrrverandi kona hans og barnsmóðir, Daniele, hringdi í hann til að tilkynna honum að 14 ára dóttir þeirra, Kalina, væri látin.

Kalina hafði verið heilbrigður og hamingjusamur unglingur og var virk í íþróttum. André gat bara ekki skilið hvernig hún gæti raunverulega verið fallin frá. Samkvæmt Daniele hafi Kalina látist um miðja nótt og átti enn eftir að framkvæma krufningu til að komast að dánarorsökinni.

Vísbendingar um nauðgun og morð sem ekki voru rannsakaðar

Daniele hafði gifst aftur og nýi eiginmaður hennar, Dieter Krombach, var þekktur læknir og fyrrum diplómati sem er sagður hafa átt vini í „réttum“ stöðum. André komst fljótlega að því að það var Dieter sem kom að Kalinku látinni og hringdi eftir aðstoð.

Eftir að Dieter hringdi eftir aðstoð kom læknirinn Jobst á vettvang. Dieter sagði honum að um hálf átta leytið kvöldi áður hefði hann sprautað Kalinku með „efni“ sem hann neitaði að gefa upp hvað hefði verið. Efnið átti að hjálpa Kalinku að verða sólbrún. Í kjölfarið hafi hann svo gefið henni svefntöflu því hún hafi átt erfitt með að sofna.

Við réttarkrufningu fékk Dieter, fyrir einhverja ástæðu, að vera viðstaddur. Við krufningu fundust vísbendingar um að brotið hefði verið á Kalinku kynferðislega, sem læknar fylgdu þó ekki eftir. Eins fundust stungusár, eins og eftir nál, á höndum hennar, fótum og hálsi, sem ekki voru rannsökuð frekar.
Ekki var framkvæmd rannsókn á blóði hennar til að sjá hvaða eiturefni væri þar mögulega að finna en dánarstund var skráð á bilinu 03-04. Það útskýrði þó ekki ómeltan mat sem fannst í maga hennar. Eins hafði hvítt efni fundist á kynfærum hennar sem aldrei var sent til greiningar.

Þrátt fyrir ofangreint var Dieter aldrei kallaður í yfirheyrslu. Lögreglustjórinn hafði látið nægja að ræða við hann í gegnum síma í því samtali gaf Dieter aðra sögu af nóttinni heldur en hann hafði gefið lækninum sem fyrst mætti á vettvang. Hann sagðist hafa sprautað Kalinku með bætiefnum því hún væri að glíma við blóðleysi. Síðan hefði hann fundið hana meðvitundarlausa og þá sprautað hana með dípamíni og öðru efni til að reyna að vekja hana upp.

Læknar úrskurðuð að ekki væri ástæða til að ætla að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Ekki gátu þeir fullyrt neitt um dánarorsök en lögðu til að það gæti hafa verið hjartabilun í kjölfar sólstings.

Ákvað að una sér ekki hvíldar fyrr en réttlætinu væri náð

Víkur þá sögunni aftur að André. Þremur mánuðum síðar fékk hann loks í hendurnar afrit af krufningarskýrslunni, en á þeim tíma hafði málinu verið lokað í kerfum lögreglunnar. André fékk strax slæma tilfinningu fyrir því sem hann var að lesa. Hann las úr skýrslunni að dóttir hans hafi verið dópuð upp, henni nauðgað, hún svo myrt og morðingi hennar í kjölfarið komist undan.

André ákvað frá þeim degi að helga líf sitt því að koma upp um ódæðisverkið sem hann var sannfærður um að Dieter bæri ábyrgð á. Hann krafðist þess að dóttir hans yrði aftur krufin og var fallist á þá beiðni. Þá kom á daginn, er líkamsleifar Kalinku voru grafnar upp og rannsakaðar, að kynfæri hennar (e. sexual organs) höfðu verið fjarlægð svo ógerningur var að rannsaka það hvíta efni sem hafði þar fundist.

Þegar yfirvöld neituðu að opna aftur rannsókn málsins ferðaðist André til Þýskalands, þar sem Dieter bjó, til að dreifa miðum til nágrannanna.

„Ég hafði skrifað íbúum. Ég sagði þeim að þeir yrðu að vita að í bænum þeirra væri læknir sem var glæpamaður, og ég nafngreindi hann, gaf upp heimilisfangið hans og sagði að hann hefði nauðgað og myrt dóttur mína,“ sagði André síðar.

Dieter brást við þessu með að stefna André fyrir meiðyrði og voru dæmdar miskabætur upp á um 26 milljónir króna. André neitaði þó að borga og hann gafst heldur ekki upp.

Hann hélt baráttu sinni áfram árum saman og að lokum tókst honum að sannfæra yfirvöld í Frakklandi um að ákæra Dieter fyrir morð.

Réttarhöldin fóru fram árið 1995, þó að Dieter fjarstöddum þar sem Þýskaland neitaði að framselja hann og vísuðu til þess að málinu hefði í raun lokið árið 1987 og ekki væri hægt að framselja þýska ríkisborgara. Dieter var dæmdur í 15 ára fangelsi en þurfti ekki að sitja dóminn af sér og hélt áfram að lifa þægilegu lífi í Þýskalandi.

Gafst upp á biðinni og ákvað að taka málin í eigin hendur

Eða svona næstum. Á meðan hann bjó í Þýskalandi var hann sakfelldur fyrir að byrla og brjóta á unglingi sem var skjólstæðingur hans. Hann var rekinn úr vinnu sinni en fékk skilorðsbundinn dóm. Þetta hafði þó þau áhrif á nokkrar konur stigu fram og greindu frá því að hann hefði líka byrlað og brotið geng þeim. Þó skorti frásögnum þeirra sannanir svo það leiddi ekki til útgáfu kæru. Þetta leiddi þó til þess að móðir Kalinku, Daniele skildi við Dieter.

André hafði enn ekki gefist upp. Þegar hann frétti af frekari brotum Dieters snöggreiddist hann og ákvað að gera eitthvað í málunum. Hann réði einkaspæjara til að hafa uppi á Dieter og tókst þeim það þó að Dieter hafi flutt og skipt um símanúmer.

Snemma morguns þann 18. október 2009 fékk franska lögreglan nafnlausa tilkynningu. Þar var þeim greint frá því að á götu í Frakklandi gætu þeir fundið eftirlýstan mann. Þegar lögregla kom að heimilisfanginu sem var þar gefið upp fundu þau Dieter, bundinn og blæðandi á malbikinu.

Á daginn kom að André hafði gefist upp á hefðbundnum leiðum til að koma Dieter í fangelsi. Hann réði til sín menn og faldi þeim að nema Dieter á brott og keyra með hann til Frakklands og skilja hann þar eftir svo lögreglan gæti handtekið hann.

Þýskaland heimtaði að Dieter yrði skilað og að André og samverkamenn hans yrðu framseldir. Nú var komið að Frakklandi að segja nei. Aftur var réttað yfir Dieter og þrátt fyrir að verjendur hans reyndu allt hvað þeir gætu til að fá málinu vísað frá gekk það ekki eftir. Þarna hafði André barist í 29 ár fyrir réttlætinu og loks var Dieter sakfelldur fyrir að hafa myrt Kalinku og hnepptur í fangelsi.

Þegar þarna var komið sagði André að loksins hefði hann náð fram réttlætinu og gæti nú loks stoppað og syrgt dóttur sína.

André þurfti þó að svara til saka fyrir mannránið, sem hann játaði á sig. Hann sagðist hafa siðferðislega verið skyldugur til að ræna Dieter. Hann fékk skilorðsbundna refsingu og ákæruvaldið hrósaði honum fyrir hugrekkið og staðfestuna.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar má benda á heimildarmyndina My Daugter’s Killer á Netflix

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana