fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Bíll Ragnars stórskemmdur eftir handrukkarana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíll Ragnars Rúnars Þorgeirssonar er stórskemmdur eftir að handrukkarar höfðu lagt hald á hann. Ragnar endurheimti bíl sinn í dag en hann hefur nú kært þrjá menn til lögreglu „fyrir að raska friðhelgi heimilisins og stela bílnum og tjóna hann,“ eins og segir í Facebook-færslu Ragnars í dag.

DV greindi frá því í morgun að þrír menn hafi ruðst inn á heimili Ragnars í Hafnarfirði í gær og haft í hótunum við hann út af meintri skuld sonar Ragnars við þá. Hótuðu mennirnir að rústa íbúðinni og stela úr henni sjónvarpi og tölvu til að selja en höfðu sig síðan á brott í bíl Ragnars eftir að hafa tekið bíllykilinn úr íbúðinni.

Lögregla kom á vettvang eftir að Ragnar hafði hringt í Neyðarlínuna og stuttu síðar hafði lögregla hendur í hári mannanna og haldlagði bílinn. Ragnari var, sem von er, mjög brugðið eftir innrásina í gær en hefur jafnað sig að mestu. Hann segir í færslu sinni:

„Ég fór niður á lögreglustöð og kærði þá alla þrjá dópista sem heimsóttur mig og fyrir að raska friðhelgi heimilisins og stela bílnum og tjóna hann.

þegar ég var búinn að kæra þá sótti ég bílinn og er með hann núna.

Eins og þið sjáið þá er hann stórskemmdur að framan og er mikið tjón fyrir mig að bera.

þeir voru teknir við Setbergapótek hérna rétt fyrir neðan.

Lögreglan hafði verið snögg að taka þá eftir að ég hringdi í þá“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt