fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Backstreet Boys tónleikar á Íslandi í apríl

Fókus
Mánudaginn 20. febrúar 2023 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Backstreet Boys eru á leið til Íslands í fyrsta sinn og munu koma fram föstudaginn 28. apríl 2023 í Nýju Laugardalshöllinni, en hljómsveitin heldur einmitt upp á þrjátíu ára afmæli sitt í apríl á þessu ári. Ísland verður fyrsta stoppið á nýrri tónleikaferð og samkvæmt tilkynningu frá Senu er óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund.

Backstreet Boys eru ein áhrifamesta popphljómsveit heims, margverðlaunaðir, með óteljandi slagara og metsölutúra á bakinu. Í byrjun 2019 gáfu þeir út Grammy-tilnefndu plötuna DNA og bættu þar með í safnið lögum sem hafa trónað á toppi vinsældalista um allan heim.

Hljómsveitin er margrómuð fyrir að gera ógleymanlega tónleika og búast má við nostalgíufylltu og trylltu föstudagskvöldi, 28. apríl í Reykjavík.“

Tónleikarnir verða standandi og eru tvö verðsvæði í boði. A-svæði sem mun kosta 21.990 kr inn á og svo B-svæði á 15.990.

Miðasala hefst 2. mars klukkan 10. Póstlistaforsala Senu Live hefst 1. mars kl. 10 og Fan Club forsala hefst 28. febrúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram