fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sögð endurvekja 20 ára gamlar erjur við Christinu Aguileru með ummælum sínum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. febrúar 2023 15:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Pink svarar fyrir sig eftir að netverjar gagnrýndu hana harðlega og sögðu hana vera að endurvekja gamlar erjur milli hennar og söngkonunnar Christinu Aguileru.

Um helgina birtist viðtal BuzzFeed við Pink þar sem hún raðaði tólf af frægustu tónlistarmyndböndum hennar í röð, frá myndbandinu sem var skemmtilegast í gerð í það sem var leiðinlegast.

Í neðsta sæti setti hún tónlistarmyndbandið við lagið  „Lady Marmalade“, sem kom út árið 2001. Pink söng lagið ásamt Christinu Aguileru, Lil’ Kim og Myu.

„Það var ekki gaman að búa til myndbandið. Ég vil hafa gaman og þetta var bara algjört vesen og svo voru sterkir persónuleikar þarna,“ sagði hún við BuzzFeed og bætti við að Kim og Maya hefðu verið indælar. Þá var aðeins Christina eftir.

„Ég man að ég var alltaf að gráta því húðin mín var að bregðast illa við öllum förðunarvörunum. Þetta var bara… Það var margt pirrandi sem gerðist þennan dag.“

Ummælin fóru öfugt ofan í einhverja og var söngkonan sögð gera lítið úr Christinu og endurvekja gamlar deilur.

„Þið eruð klikkuð,“ skrifaði Pink á Twitter um helgina. Hún sagði að hún væri ekki að gera lítið úr Christinu heldur einfaldlega að greina frá staðreyndum.

Erjurnar má rekja 20 ár aftur í tímann, til gerðar myndbandsins, og ósætti milli þeirra. Meðal annars um hver fengi að syngja hvaða hluta lagsins.

Báðar hafa rætt opinberlega um deilurnar í gegnum árin og sögðu þær að þeim hafi tekist að sættast árið 2016 þegar þær komu báðar fram í The Voice.

„Við sættumst á The Voice. Ég hafði ekki séð hana í mörg ár og við vorum þarna báðar orðnar mæður,“ sagði Pink í þættinum Watch What Happens Live with Andy Cohen árið 2017.

„Við vorum búnar að þroskast og föðmuðum hvor aðra.“

„Ég held að við vorum bara mjög ungar og mjög nýjar í þessu öllu saman. Ég held að ég sé „alpha“ og hún er það líka, og ég er vön að útkljá svona mál líkamlega, en hún er vön að gera það með orðum. Við erum bara mjög ólíkar.“

Árið 2019 tók Christina í svipaðan streng í WWHL: „Ég veit að [Pink] var ósátt með hvernig lagið var tekið upp. Og mér fannst hún ógnandi í myndbandinu, því hún var að gera lítið úr mér frá áhorfendasvæðinu, á bak við leikstjórann. En hún er önnur manneskja núna, hún er móðir, hún er svöl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?