Hákon Arnar Haraldsson hefur verið frábær fyrir aðallið FC Kaupmannahafnar frá því hann kom upp úr yngri liðunum fyrir síðustu leiktíð.
Þessi 19 ára gamli Skagamaður er orðinn fastamaður í stórliði FCK.
Hákon er þakklátur félaginu sem leiðbeinti honum í áttina að aðalliðinu.
„Þeir hugsa vel um leikmennina. Ég hef til dæmis heyrt að á Ítalíu sé leikmönnum svolítið hent saman og ekki hugsað um þá en hér er hugsað um hvern og einn,“ segir Hákon í Íþróttavikunni með Benna Bó. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld.
Hákon segir FCK reyna að búa til leið fyrir sem flesta í yngri liðum félagsins upp í aðalliðið.
„Það er ómögulegt að koma öllum upp en þeir reyna eins vel og þeir geta að koma sem flestum þangað.
Maður er tekinn á fundi og sagt hvað maður þarf að bæta til að komast alla leið. Á annari æfingunni minni var ég eitthvað að láta menn heyra það og strax eftir æfingu var ég tekinn inn í herbergi og látinn heyra það.“
Ítarlega er rætt við Hákon í spilaranum hér að neðan.