Toppslagur Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku setti áhorfsmet á streymisveitu Amazon í Bretlandi.
City vann leikinn 1-3 og fór á toppinn. Það entist þó aðeins í þrjá daga því Arsenal náði toppsætinu aftur um helgina með sigri á Aston Villa á sama tíma og City gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest.
Fyrir átti leikur Arsenal og Manchester United í desember árið 2021 metið. United vann þann æsispennandi slag 3-2.
Yfir fjórar milljónir manna sáu leik Arsenal og City á veitu Amazon í Bretlandi og er það nýtt met.
🚨 Arsenal v Man City last month set new streaming record for Amazon Prime Video. Passed previous mark of 4m+ for Man Utd v Arsenal in Dec 2021. Growth comes as Prime Video prepares to show #UCL action in UK from next season @TheAthleticFC #AFC #MCFC #MUFC https://t.co/Ivgsf7JUq0
— David Ornstein (@David_Ornstein) February 20, 2023