fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Elma nýr markaðsstjóri Icewear

Fókus
Mánudaginn 20. febrúar 2023 12:08

Mynd/Hulda Margrét

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elma Bjartmarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Icewear. Elma er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum á Bifröst og viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur frá Akademias.

„Markaðsstarfið okkar í dag snertir alla þætti fyrirtækisins hvort sem þeir hafa með ímynd vörumerkisins að gera, þjónustu eða skilaboð um eiginleika vörunnar. Við fögnum því að fá svo reynslumikinn aðila sem Elma er til að leiða markaðsstarf Icewear og nú með auknum áherslum á hvetjandi innri markaðssetning sem stuðlar að aukinni ánægju starfsfólks. Markmið Icewear er að upplifun viðskiptavina sé alltaf umfram væntingar. Elma með hennar fjölbreyttu reynslu úr atvinnulífinu mun setja mark sitt á þróun vörumerkisins en um leið að halda stöðugleika á alþjóðlegum útivistarmarkaði. Icewear hefur einnig vaxið hratt á innlendum markaði undanfarin ár og nú verður áhugavert að fylgjast með árangri af markaðssetningu á nýju útivistarlínunni sem einangruð er með íslensku ullinni bæði á íslenskum og erlendum mörkuðum á komandi misserum. Áfram eru það grunngildi Icewear sem ráða för en þau eru að útivist er fyrir alla enda stuðlar hún að aukinni ánægju og áherslurnar verða áfram á mikið úrval og sanngjarnt verð,“ er haft eftir Aðalsteini Pálssyni forstjóra Icewear.

Icewear er í dag leiðandi í sölu á útivistarfatnaði til erlendra ferðamanna en einnig eitt stærsta vörumerkumerkið í útivistarfatnaði á Íslandi, vörurnar eru seldar í 23 verslunum Icewear víða um land en einnig á vefverslun Icewear sem þjónustar erlenda markaði.

„Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að leiða markaðsstarf Icewear og hlakka til að halda áfram á þeirri frábæru vegferð sem Icewear hefur verið síðustu ár. Sóknartækifæri liggur í nýsköpun á útivistarfatnaði en ullarlína Icewear er bylting á heimsvísu. Þar liggur risavaxið tækifæri til vaxtar bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Mín bíða því spennandi og krefjandi verkefni sem ég hlakka mikið til að takast á við og ekki skemmir fyrir að rætur mínar liggja til Víkur í Mýrdal en þar slær hjarta Icewear svo sterkt svo ég er mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Elma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“