Stjörnuparið byrjaði saman í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022. Í síðustu viku greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að það væri vandræði í paradís hjá stjörnuparinu. Sá orðrómur var á kreiki að MGK, sem heitir réttu nafni Colson Baker, hafi haldið framhjá Megan Fox.
Slúðurmyllan fór á fullt og nánast sprakk þegar Megan Fox virtist staðfesta sambandsslitin og virtist einnig gefa í skyn að það hafi verið vegna framhjáhalds. Hún eyddi öllum myndum af honum út af Instagram-síðu sinni og svo síðunni sjálfri.
Sjá einnig: Gítarleikarinn í hringiðu framhjáhaldsskandalsins svarar fyrir sig
Stuttu seinna fór annar orðrómur á flug um að MGK hafi haldið framhjá með gítarleikara hljómsveitar sinnar, Sophie Lloyd.
Nú hefur leikkonan snúið aftur á Instagram og birti færslu í gærkvöldi þar sem hún sagði að það væri ekkert til í kjaftasögunum.
„Það hefur enginn þriðji aðili haft afskipti af okkar sambandi […] Þið verðið að leyfa þessum orðróm að deyja og láta allt þetta saklausa fólk í friði,“ sagði hún.
Paparazzi ljósmyndarar hafa elt þau á röndum undanfarna viku. Leikkonan hefur verið mynduð á ferð og flugi án trúlofunarhringsins. Einnig sást til þeirra koma úr hjónabandsráðgjöf í síðustu viku og virtust þau bæði, sérstaklega MGK, vera í miklu uppnámi. Samkvæmt BuzzFeed eiga þau erfitt með traust í sambandinu og það er að orsaka mikið af þeirra vandamálum.