Richard Keys, sérfræðingur um enska boltann á BeIn Sports, segir Wout Weghorst draga Manchester United niður.
Hollenski framherjinn kom til United á láni frá Burnley í janúar. Hann hafði verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas fyrri hluta leiktíðar.
Weghorst hefur verið fastamaður í liði Erik ten Hag á Old Trafford og var á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Það er eins og þú sért að spila með tíu menn ef hann er inni á vellinum,“ segir Keys.
„Hann gerir ekki nóg til að verðskulda að bera í byrjunarliði, er það? Við skulum vera hreinskilin með það.“
Þrátt fyrir þetta vann United 3-0 sigur á Leicester í gær. Marcus Rashford skoraði tvö marka liðsins og Jadon Sancho eitt.
Nú eru Rauðu djöflarnir aðeins fimm stigum á eftir toppliði Arsenal, sem þó á leik til góða.