fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Hildur segir að staða heimilanna sé í heildina góð

Eyjan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 15:00

Hildur Sverrisdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur púlsinn á kjaramálunum sem eru í brennidepli núna. Í grein sem hún birtir í Morgunblaðinu í dag bendir hún á að lífskjör snúist ekki bara um krónutöluhækkanir launa en laun séu þó há hér í öllum alþjóðlegum samanburði.

Hildur bendir á að þrátt fyrir háa verðbólgu sé útlit fyrir að kaupmáttur heimila vaxi á þessu ári, en hann hafi vaxið mikið undanfarin ár, öfugt við þróunina í nágrannaríkjunum:

„Um­tals­verðar launa­hækk­an­ir urðu á al­menn­um vinnu­markaði en alls hækkaði launa­vísi­tala um 12,4% á síðasta ári. Að auki fólust tals­verðar kjara­bæt­ur í tekju­skatts­breyt­ing­um síðustu ára­móta sem skila meiri tekju­aukn­ingu yfir ára­mót­in en sem nem­ur verðbólgu.

Til­færslu­tekj­ur frá rík­inu til þeirra sem minnst hafa á milli hand­anna, bæt­ur al­manna­trygg­inga, hús­næðis­bæt­ur og barna­bæt­ur, hækkuðu einnig. Ágæt staða heim­il­anna heilt yfir birt­ist í þeirri staðreynd að van­skil heim­il­anna á lán­um hafa ekki mælst minni und­an­far­inn ára­tug.“

Laun hækka meira en framleiðni

Hildur segir þróun launa vera umfram þróun framleiðni. Það sé staða sem allir tapi á. Hún segir jafnframt að viðleitni til að leggja áherslu á hækkun lægstu launa hafi borið árangur:

„Svo verðbólg­an lækki að mark­miði þurfa aðgerðir Seðlabank­ans, op­in­berra fjár­mála og ákv­arðanir á vinnu­markaði að miða að sama marki. Hækki út­gjöld hins op­in­bera eða laun á vinnu­markaði um­fram það sem fram­leiðsla hag­kerf­is­ins leyf­ir get­ur það ein­fald­lega ekki leitt til ann­ars en verðbólgu sem brýst svo fram í hærri vöxt­um og kaup­mátt­ar­rýrn­un.

Þróun launa nú er um­fram þróun á fram­leiðni. Það er staða sem verður að gefa gaum, ann­ars töp­um við öll, og allra mest þau sem átti kannski mest að koma til aðstoðar með hærri laun­um.

Við höf­um náð góðum ár­angri und­an­far­in ár með því að skoða hvernig raun­veru­leg­ur kaup­mátt­ur skil­ar sér til fólks. Lægstu laun hafa ein­mitt verið í brenni­depli, með ágæt­um ár­angri.“

Hildur segir brýnt að tryggja að framleiðni standi undir launahækkunum og til að svo megi verða þurfi nýsköpun að blómstra. Áhyggjuefni sé að hér séu takmarkanir á erlenda fjárfestingu meiri en gengur og gerist í nágrannaríkjunum. Hún víkur síðan að kjaradeilum og fyrirkomulagi stéttarfélaga en hún segir þau vera allt of mörg í landinu:

„Kjara­deil­ur og verk­falls­rétt­ur eru mik­il­væg­ur part­ur af sam­fé­lag­inu. Það seg­ir sig þó sjálft að 150 stétt­ar­fé­lög á litla ís­lenska vinnu­markaðinum er glóru­laus staða. Það hlýt­ur að vera hægt að horfa til hinna nor­rænu land­anna og taka mið af nor­ræna vinnu­markaðsmód­el­inu sem breytt­ist í heild­stæðari og skil­virk­ari átt þegar þau stóðu frammi fyr­ir sama kröfu­h­arða lög­mál­inu um línu­dans fram­leiðni og launa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast