Þrennt var handtekið í Hafnarfirði á kvöld- og næturvaktinni eftir að akstur ökumanns eins var stöðvaður. Reyndist hann aka stolinni bifreið og var því handtekinn ásamt tveimur farþegum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum. Þremenningarnir voru vistaðir í fangageymslu.
Í Mosfellsbæ misstu ferðamenn stjórn á bifreið sinni og endaði hún utan vegar. Engin slys urðu á fólki en dráttarbifreið þurfti til að ná bifreiðinni upp. Hált var á vettvangi.