fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Staðhæfir að hún sé Madeleine McCann og segist hafa „sannanir“

Pressan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 05:21

Er þetta sama stúlkan? Mynd: iammadeleinemccan/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk kona hefur vakið mikla athygli að undanförnu eftir að hún birti myndband á Instagram þar sem hún segist „hafa sannanir“ fyrir að hún sé Madeleine McCann en margir muna eflaust eftir hvarfi hennar.

Madeleine hvarf úr sumarleyfisíbúð, sem foreldrar hennar voru með í Algarve í Portúgal, í byrjun maí 2007. Hún hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu bresku lögreglunnar sem og þeirrar portúgölsku.

Daily Star segir að konan hafi nýlega birt færslu á Instagramreikningnum @iammadeleinemccann þar sem hún segir að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún byrjað að hugleiða hvort verið gæti að hún sé Madeleine McCann. „Ég heyrði þetta hjá ömmu minni,“ segir hún.

Er þetta Madeleine McCann? Mynd:INSTAGRAM/@IAMMADELEINEMCCAN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konan segist vera 21 árs en telji að það geti verið rangt og að hún sé 19 ára eins og Madeleine væri nú ef hún er á lífi.

Hún segist vera með freknur á fótleggjunum og blett í auganu á sama stað og Madeleine og birti samsettu myndina hér fyrir neðan af Madeileine og sér þegar hún var yngri.

Er þetta sama stúlkan? Mynd: iammadeleinemccan/Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

Konan segist vera svo sannfærð um að hún sé Madeleine að hún segist vilja fara í DNA-próf til að sanna þessa staðhæfingu sína. „Hjálpið mér, ég verð að tala við Kate og Gerry McCann. Ég held að ég sé Madeleine. Ég þarf að fara í DNA-próf,“ segir hún á Instagram.

Konan kemur ekki fram undir nafni en líklega má segja að rök hennar, fyrir að hún sé Madeleine, séu ansi veik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana