fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Verkfall hefst að nýju á miðnætti

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 17:46

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA, Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling segir Samtök atvinnulífsins siglt kjaraviðræðum við samninganefnd Eflingar í strand í dag. Í tilkynningu frá Eflingu segir félagið SA hafa reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Gangur var í viðræðum um tíma á föstudag og laugardag, en í dag sunnudag var blaðinu snúið við.

Jafnframt gengu Samtökin á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samtökin höfðu lofað því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Samkomulag þessa efnis lá fyrir.

Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun:

„Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.“

Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast því að nýju á miðnætti í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins