fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Veistu hversu oft þú átt að skipta um handklæði?

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft skiptir þú um handklæði? Líklega ekki nógu oft miðað við það sem hreinlætissérfræðingurinn Kelly A. Reynolds segir.

Það er fátt betra en að stíga út úr heitri sturtu og þurrka sér með mjúku og hreinu handklæði. En spurningin er kannski hversu hreint handklæðið er og hversu hrein(n) þú ert eftir að hafa þurrkað þér með því?

Sumir skipta vikulega um handklæði en hengja það alltaf upp til þerris eftir notkun og nota það bara til að þurrka líkamann. En þannig á ekki að gera þetta að sögn Reynolds.

Hún segir að þegar handklæði eru rök eftir notkun eigi strax að hengja þau til þerris. Hvað varðar það að þvo þau segir hún að það eigi að gera þegar búið er að nota handklæði þrisvar sinnum.

Margir skipta um handklæði og sængurver út frá því í hversu marga daga þeir hafa notað þetta. En þannig á ekki að gera þetta að sögn Reynolds. Hún segir að þetta eigi frekar að miða hvernig og hversu oft handklæðin og sængurverinu eru notuð.

Hún segir að bakteríur og myglusveppur byrji að vaxa á handklæðunum en þessi vöxtur stöðvist þegar það þornar.

Það er því ákaflega mikilvægt að hengja handklæði til þerris eftir notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum