Alfreð Finnbogason var hetja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Nordsjælland.
Alfreð byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná sem varamaður á 69 mínútu seinni hálfleiks.
Sævar Atli Magnússon byrjaði leikinn fyrir Lyngby og þá kom Kolbeinn Birgir Finnsson einnig inná.
Nordsjælland var lengi með forystuna í þessum leik eða þar til á 92. mínútu er röðin var komin að Alfreði.
Alfreð jafnaði metin og tryggði jafntefli sem gerir þó ekki mikið fyrir Lyngby sem er með níu stig í neðsta sæti eftir 18 leiki.