En af hverju gera hundar þetta? Ástæðuna má finna í að eðli hunda er að gera allt fyrir fjölskyldu sína. Það er því í raun góðs viti ef hundurinn þinn eltir þig á klósettið. Það sýnir að þið tengist sterkum böndum.
En þrátt fyrir að þetta virðist góð og hugguleg hegðun þá getur þetta orðið vandamál ef hundurinn fylgir þér þétt eftir og vill ekki leyfa þér að gera neitt í friði.
Þetta kemur fram á vef purewow. Þar segir að það sé frekar eðlilegt að hundurinn leiti stöðugt eftir samskiptum við þig og félagsskap.
Hundar eru hlýðin og félagsleg dýr en það þýðir að það það að vera með öðrum er mjög eðlilegt hegðun hjá þeim. Það er einmitt þetta sem gerir þá að svo frábærum félögum.
Ef þú vilt fá að fara ein(n) á klósettið þá geturðu þjálfað hundinn til að bíða fyrir utan á meðan þú sinnir því sem þú þarft að sinna þar inni.