fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Opnaði túnfiskdós og brá mjög – „Ég missti gaffalinn, hoppaði aftur á bak og öskraði“

Pressan
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 22:00

Hefur þú fengið svona með í túnfiskdós?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Zoe Butler, 28 ára bresk tveggja barna móðir, ætlaði að gæða sér á túnfiski brá henni mjög. Þegar hún opnaði dósina blasti við henni höfuð undarlegs dýrs sem starði á hana.

Nottingham Post skýrir frá þessu.

„Ég opnaði dósina og sá lítinn hlut, magasekk eða innyfli og síðan sneri ég honum aðeins og ýtti í hann með gafflinum og sá hann horfa á mig. Hann var með stuttan hala og mjög ljótur. Ég missti gaffalinn, hoppaði aftur á bak og öskraði aðeins og kallaði á ömmu að koma og sjá þetta,“ sagði Butler.

Svona leit dýrið út.

 

 

 

 

 

 

 

Ekki er vitað með vissu hvaða dýr þetta var en prófessor í sníkjudýrafræði við University of Nottingham sagði að hugsanlega hafi þetta verið hlutur af ungum krabba, fætur hans hafi verið skornir af í vinnsluferlinu.

En lesendur geta kannski dæmt um það sjálfir út frá myndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður