fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fundur 3 milljóna ára gamalla verkfæra vekur upp spurningar

Pressan
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 12:00

Hluti verkfæranna. Mynd:Science/Potts et al.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundur tæplega 3 milljóna ára gamalla verkfæra í Keníu hefur vakið upp spurningar og ekki síst í ljósi þess að hjá þeim fundust stórir jaxlar úr Paranthropus, sem var tegund manna sem á heima við hlið nútímamannsins á ættartré manntegunda.

The Guardian segir að talið sé að með tilkomu Oldowan verkfæra hafi menn náð mikilvægu stigi í þróun sinni og talið hafi verið að verkfærin hafi verið búin til af forfeðrum okkar nútímamanna.

En fyrrgreind verkfæri opna á spurningar um hver hafi gert þessi verkfæri, hvort það hafi verið Paranthropus en ekki nútímamenn. Þetta sagði Rick Potts, prófessor við Smithsonian National Museum of Natural History og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Hann benti á að vísindamenn hafi fram að þessu talið að aðeins menn, forfeður okkar nútímamanna, hafi getað búið til steinverkfæri.

Á fundarstaðnum í Nyayanga í Keníu fundust einnig elstu þekktu ummerkin um að manntegund hafi borðað stór dýr. Þar fundust leifar að minnsta kosti þriggja stórra flóðhesta.  Bein tveggja báru þess merki að þeim hefði verið slátrað. Einnig báru bein antilópu þess merki að kjöt hefði verið skorið af beinunum og bein mulin til að ná beinmergnum.

Rannsókn á 30 af verkfærunum sýnir að þau voru notuð til að skera, skrapa og berja dýr og plöntur. Þau eru frá því um 2 milljónum ára áður en menn lærðu að nota eld. Verkfærasmiðirnir hafa því væntanlega borðað kjötið af flóðhestunum og antilópunni hrátt.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?