fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Tæplega 5.000 börn beitt kynferðislegu ofbeldi í kaþólskum söfnuði

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 13:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óháð rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að 4,815 börn, hið minnsta, hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af starfsfólki kaþólsku kirkjunnar í Portúgal.

BBC skýrir frá þessu og segir að rannsóknarnefndin hafi verið sett á laggirnar til að rannsaka ásakanir  um kynferðislegt ofbeldi starfsfólks kirkjunnar gagnvart börnum síðustu áratugi.

Rannsóknarnefndin segir í skýrslu sinni að niðurstaða hennar sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Pedro Strecht, barnasálfræðingur og formaður nefndarinnar, sagði við kynningu skýrslunnar að hlutverk nefndarinnar hafi verið að veita þolendunum rödd.

Hann hrósaði þeim mörg hundruð sem settu sig í samband við nefndina til að skýra frá því sem þau höfðu lent í. „Þau eru með rödd, þau hafa nafn,“ sagði hann.

Í heildina skráði nefndin mál 564 fórnarlamba sem sögðust hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Elstu málin eru frá 1950. Í frásögnum sumra komu fram vísbendingar um að önnur börn hefðu einnig verið misnotuð og þess vegna telur nefndin að fjöldi fórnarlamba hlaupi á þúsundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni