fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fékk krabbamein og byrjaði að tala með írskum hreim

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 12:00

Frá Dublin á Írlandi. Mynd:Getty. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum greindist fimmtugur bandarískur karlmaður með krabbamein í blöðruhálskirtlinum. Tuttugu mánuðum eftir að hann greindist með krabbameinið byrjaði hann skyndilega að tala með írskum hreim.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu BMJ Case Reports. Í henni kemur fram að maðurinn hafði aldrei nokkru sinni komið til Írlands og hann var ekki af írskum ættum.

Þegar hann greindist með krabbameinið var ekki að sjá að það hefði dreift sér um líkamann. En þegar hann var sendur í MR-skanna síðar kom í ljós að hann var með æxli í heilanum.  ScienceAlert skýrir frá þessu.

Vísindamenn segja að maðurinn hafi fengið heilkenni sem nefnist „útlendur hreimur heilkennið“ en það er mjög sjaldgæft, sérstaklega í tengslum við krabbamein. Aðeins er vitað um tvö önnur tilfelli þar sem krabbamein hefur leyst heilkennið úr læðingi.

Vísindamennirnir telja að það hafi ekki endilega verið heilaæxlið sem leysti heilkennið úr læðingi. Þá grunar að krabbameinið hafi valdið sjaldgæfu ónæmisviðbragði sem hafi haft áhrif á heilann. Þeir telja sem sagt að krabbameinið hafi verið byrjað að hafa áhrif á heilann til að fá hann til að skipta um hreim áður en æxlið myndaðist í honum.

Maðurinn fór í geislameðferð og lyfjameðferð en því miður dugði það ekki til og breiddist krabbameinið meira út og lamaði líkama hans og að lokum varð það honum að bana. Hann talaði með sterkum írskum hreim allt til dauðadags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana