fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Trekantur endaði með hörmungum – Barsmíðar, nauðgun og morð

Pressan
Föstudaginn 24. febrúar 2023 22:00

Heidi Kathleen Carter. Mynd:Vanderburgh County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heidi Kathleen Carter, 37 ára bandarísk kona, á áratuga fangelsisvist yfir höfði sér eftir að hún var fundin sek um að hafa aðstoðað við morð og hvatt til þess. Að auki var hún fundin sek um að hafa hvatt til nauðgunar og fleiri brota.

Daily Star segir að Carter hafi komist í samband við konu í gegnum stefnumótaapp og hafi boðið henni og unnusta hennar, Tim Ivy, heim til sín í Evansville í Indiana þann 19. október 2019. Þau drukku áfengi og notuðu fíkniefni áður en þau byrjuðu að stunda kynlíf.

Þegar kynlífið stóð yfir gekk Carrey Hammond, unnusti Carter, inn á þremenningana. Hann reiddist mjög. Að sögn gestkomandi konunnar þá greip hann í Ivy og byrjaði að lemja hann með hafnarboltakylfu.

Hammond notaði síðan límband til að festa hendur þeirra og fætur. Því næst lamdi hann þau og misþyrmdi klukkustundum saman.

Konan sagði fyrir dómi að Carter hafi hjálpað honum og hafi ítrekað hótað að drepa þau og beint byssu að þeim. Hún sagði einnig að Carter hafi beint byssu að höfði hennar á meðan Hammond nauðgaði henni ítrekað og hafi Carter sagt honum að gera „það sem hann vildi við hana“.

Carter er síðan sögð hafa yfirgefið húsið í nokkrar klukkustundir en á meðan hélt Hammond áfram að lemja þau og nauðga konunni. Að lokum notaði hann belti til að kyrkja Ivy eftir að hann reyndi að flýja.

Upp komst um ódæðisverkin þegar kona, sem hafði verið ráðin til að þrífa húsið, fann konuna bundna og illa farna.

Hreingerningarkonan fékk sér sæti á því sem hún hélt vera teppahrúgu en reyndist vera teppi sem hafði verið breytt yfir lík Ivy.

Þegar lögreglan kom á vettvang tók Hammond á móti lögreglumönnum utanhúss. Hann hélt á hlut sem líktist skammbyssu og brugðust lögreglumenn við með því að skjóta hann til bana.

Carter var handtekinn og hefur verið í varðhaldi síðan. Í yfirheyrslum sagðist hún hafa þóst hjálpa Hammond og hafi beint byssunni að fórnarlömbunum til að friða hann.

Hún var nýlega fundin sek um fjölda ákæruatriða og á áratugalangan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn