fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

„Ég kynntist unnusta mínum í vændishúsi“ – „Honum er sama þótt ég stundi kynlíf með viðskiptavinum“

Pressan
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 22:00

Jasmine. Mynd:OurQueerLife/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jasmine, sem starfar á Desert Rose vændishúsinu í Elko í Nevada, kynntist unnusta sínum á vændishúsinu þegar hann kom þangað sem viðskiptavinur.

Daily Star skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali Matt Cullen við Jasmine á YouTube. Þar ræddu þau um Desert Rose vændishúsið, sem er löglegt því rekstur vændishúsa er löglegur í Nevada, og hvernig starfið sem vændiskona er í raun og veru sem og um hvernig ástir tókust með henni og einum viðskiptavininum.

Jasmine, sem er einnig virk á OnlyFans, sagði að núverandi unnusti hennar hafi verið fastur viðskiptavinur hjá henni. Þau hafi náð vel saman og ákveðið að verða par. „Honum er sama þótt ég stundi kynlíf með viðskiptavinum,“ sagði hún.

Þegar hann var spurður hvernig það sé að vera í ástarsambandi við konu sem vinnur í vændishúsi sagði hann: „Það er öðruvísi. Þetta var skrýtið þegar ég kynntist henni á vændishúsinu.“

Jasmine, sem er frá Kosta Ríka, sagðist hafa byrjað að senda honum textaskilaboð og hvetja hann til að koma. „Hann vissi ekki hvort ég væri bara að sækjast eftir peningum eða þannig. Síðan spurði hann mig kvöld eitt hvort ég vildi spila tölvuleik. Þá fórum við að verða nánari,“ sagði hún.

Hún kom upphaflega til Bandaríkjanna til að stunda vændi eftir að hafa gengið í gegnum skilnað. Hún fékk engan stuðning frá fjölskyldu sinni og var því algjörlega upp á sjálfa sig komin.

Starfsfólk vændishúsa getur haft allt að 150 dollara í tekjur af hverjum viðskiptavini en „húsið“ tekur hluta af þeirri upphæð í þóknun sagði hún í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi