fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ég deili manninum mínum með tveimur konum“ – „Hann er atvinnulaus en ótrúlegur í rúminu“

Pressan
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 22:00

Fjölskyldan. Mynd:Instagram/The Davis Family

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nick Davis á þrjár konur, April, Danielle og Jennifer, sem hann stundar kynlíf með á mismunandi stöðum á heimilinu. Hann situr líka heima „eins og kóngur“ á meðan þær vinna en allar vinna þær fulla vinnu.

Nick kynntist April þegar þau stunduðu háskólanám fyrir 15 árum. 9 árum síðar voru þau gift og þá bætti hann Jennifer við kvennabúr sitt.

April, sem er 38 ára, segist vera mjög ánægð með að hafa aukakonu til að sinna „þörfum“ Nick.

Þetta sagði hún í þættinum „Seeking Sister Wife“ á TLC og bætti við: „Það er erfitt að sinna Nick, á margan hátt.“

„Það er mikið starf að sinna Nick í rúminu. Það er almennt mikið starf að sinna Nick og persónuleika hans. Það er gott að geta fengið hjálparhönd,“ sagði April.

Það var hún sem kynnti Nick, sem er 39 ára, fyrir Jennifer þegar hún var 19 ára en hún er nú 25 ára. Daily Star skýrir frá þessu.

Nick sagði í þættinum að honum finnst gott að liggja á milli kvennanna sinni í rúminu en að kynlífið eigi sér alltaf stað á mismunandi stað með hverri konu.

Nick, April og Jennifer komu fram í „Seeking Sister Wife“ á síðasta ári þar sem þau buðu Danielle, 22 ára, velkomna í þetta sérstaka fjölskyldumynstur.

Þegar Nick skuldbast Danielle sagðist hann „vera að upplifa draum sinn“: „Að eiga þrjár konur, vitandi að við höfum öll staðfest samband okkar og tengst eins og við höfum gert, það er ótrúlegt. Mér finnst eins og ég sé að upplifa draum minn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu