fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

11 ára drengur lést af völdum holdétandi sýkingar eftir að hafa misstigið sig

Pressan
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 20:00

Sumar bakteríur eru stórhættulegar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára bandarískur drengur, Jesse Brown, frá Winter Park í Flórída lést nýlega eftir að hafa fengið holdétandi sýkingu eftir að hann missteig sig á göngubretti.

Fox 35 skýrir frá þessu og hefur eftir Megan Brown, frænku Jesse, að hann hafi meitt sig á fæti þegar hann var á göngubretti. Nokkrum dögum síðar var allur fótleggurinn þakinn útbrotum, rauðum og fjólubláum, sem líktust marblettum.

Jesse var lagður inn á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Winter Park. Læknar þar sögðu að hann hefði fengið sýkingu af völdum streptókokkabakteríu af A-stofni. Sýkingin varð síðan banvæn þegar hún breyttist í holdátusýkingu. Í kjölfarið náði hún til heila Jesse sem bólgnaði upp.

Læknar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hans en án árangurs.

Megan sagði að læknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að sýkingin hafi leysts úr læðingi eftir að Jesse meiddist á göngubrettinu: „Þeir sögðu að af því að hann beyglaði ökklann þá hafi sýkingin líklega ráðist á hann, af því að hann var veikburða fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking