Guðmundur Felix Grétarsson, fyrsti maðurinn í heiminum til að fá ágræðslu handleggja við axlir, deilir jákvæðri mynd á Facebook-síðu sína í morgun.
„Síðan árið 2000 hef ég keyrt bílinn minn með fótstýri. Ég er viss um að þeir dagar eru liðnir,“ segir Guðmundur Felix og deilir með mynd af sér með hendi á stýri.