fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

PSG búið að hafa samband við Mourinho

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. febrúar 2023 16:00

Josè Mourinho / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er búið að hafa samband við Jose Mourinho og skoðar þann möguleika að ráða hann til starfa.

Foot Mercato greinir frá en Mourinho er einn sigursælasti þjálfari sögunnar og starfar í dag fyrir Roma á Ítalíu.

Mourinho hefur náð ágætis árangri með Roma en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea, Inter Milan og Real Madrid.

Christophe Galtier er núverandi stjóri PSG en hann er undir pressu eftir vafasamt gengi á tímabilinu til þessa.

Mourinho er einn af nokkrum sem eru orðaðir við PSG en einnig má nefna Zinedine Zidane og Thomas Tuchel.

Samkvæmt Foot Mercato hefur Luis Campos, yfirmaður knattspyrnumála PSG, rætt við Mourinho sem er gríðarlegur aðdáandi sóknarmannsins Kylian Mbappe sem leikur með franska liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn