fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fékk innsýn í störf Sjálfstæðisflokksins með því að fylgja þeim á „hraðstefnumót“ við kjósendur – „Heilsaði með handabandi. Snerting. Tengsl“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður það talið sjaldgæft að fréttir berist af Sjálfstæðisflokknum en þó má segja að frétt sem birtist hjá Heimildinni í gær hafi verið af öðruvísi frásögn heldur en við erum orðin vön. Þar lýsti blaðamaður, Erla Hlynsdóttir  því hvernig hún fékk að vera viðstödd fyrsta dag svonefndrar hringferðar Sjálfstæðisflokks sem var farin á dögunum 10.- 16. febrúar á meðan á kjördæmadögum Alþingismanna stóð. Frásögnin veitir áhugaverða innsýn um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn nær tengingu við kjósendur sína.

Blaðamaður fylgdi flokknum á eftir í fyrirtækjaheimsókn á Grundartanga og á fund með kjósendum í Borgarnesi. Eftir að heimsókninni á Grundartanga lauk skrifaði Erla:,

„Fyrsta fundinum á hringferðinni er lokið. Einn klukkutími og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þegar búnir að hitta fulltrúa þriggja meginstoða samfélagsins á Vesturlandi. Jafnvel þó ekki hafi gefist tími fyrir umræður í lokin er þetta ansi vel gert. Þarna hittist fólk í eigin persónu, tekst í hendur og heldur augnsambandi. Tengsl. […]

Þegar fólk fór að rísa úr sætum og gera sig tilbúið til að fara í rútuna sneri Áslaug Árna sér að mér og heilsaði með handabandi. Snerting. Tengsl.“

Erla rakti að varla hafi hún verið lögð af stað frá Grundartanga þegar hún veitti því eftirtekt að myndbrot úr fyrirtækjaheimsókninni hefði birst á Instagram-síðu Sjálfstæðisflokksins. Hringferðin hafði sömuleiðis verið kynnt rækilega. Til dæmis birti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, þetta myndband:

Greinilegt sé að Sjálfstæðismenn kunni að kynna sig, en Erla skrifar:

„Sjálfstæðismenn kunna þetta. Og Bjarni. Fólk er enn að tala um kökumyndbandið með honum frá því fyrir kosningarnar 2016.“ 

Í greininni er rakið að Sjálfstæðisflokkurinn sé gamall flokkur, einn sá elsti á landinu og þar ríki gamaldags vinnusiðferði því það hafi sannað sig í verki.

„Til að fá völd þarftu að sýna vinnusemi og það er sjálfstæðisfólk tilbúið að gera. Áratugareynsla af stjórnmálastarfi hefur sýnt flokksfólki að þú þarft að vinna til að fá völd og þess vegna er gamaldags vinnusiðferði ríkjandi meðal flokksfólks. Sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að vinna vinnuna því þeir vita að það virkar. 

Eitt af því sem þeir leggja mikla vinnu í er ímyndin. Það þarf allt að passa saman. Bjarni Benediktsson er lögfræðingur af réttum ættum og býr í Garðabæ. Hann er alltaf vel til fara, líka þegar hann fer með fjölskyldunni á Klambratún. Formaður Sjálfstæðisflokksins er töff. Það er hluti af ímyndinni.“

Hraðstefnumót við kjósendur

Þegar Erla var komin upp í Borgarnes komst hún að því að um eins konar hraðstefnumót við kjósendur var að ræða.

„Ég hélt í fyrstu að upphafleg sætaskipan yrði sú sama allan fundinn en síðan kom í ljós að þetta var eins konar hraðstefnumót við fulltrúa flokksins þar sem starfsfólk flokksins hélt vel utan um tímann og pikkaði í þingmennina á um 10 til 15 mínútna millibili og þá færðu þeir sig yfir á næsta borð.

Þetta virkaði sem áhrifaríkt skipulag. Svona náðu fulltrúar flokksins að eiga beint samtal við fjölda fólks. Þarna gat hver sem er beinlínis endað í sæti við hliðina á ráðherra í ríkissstjórninni og átt við hann samtal, augliti til auglitis. Við slíkar aðstæður gætu komið upp vandræðalegar aðstæður fyrir ráðherra, væri hann krafinn um svör við óþægilegum spurningum. Öflugur stjórnmálamaður er hins vegar aldrei hræddur við beint samtal við kjósendur.“

Erla rakti því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur í kynningarstarfi á samfélagsmiðlum, en lætur það ekki duga til að tengjast kjósendum sínum. Hún rakti hvernig svo virðist sem að Sjálfstæðisflokkurinn leggi flokka mest áherslu á að nýta kjördæmadaganna til að gefa kjósendum tækifæri á að hitta þingflokkinn. Flokkurinn hafi enn fremur nýtt sjö daga í hringferð sína þó að kjördæmadagarnir séu aðeins fjórir.

„Enginn lagði meiri metnað í kjördæmadagana en Sjálfstæðisflokkurinn.“

Í grein sinni fer Erla ítarlega yfir heimsókn sína og fund sinn með Sjálfstæðismönnum,ssetur hana í áhugavert samhengi við sögu flokksins og stöðu hans í dag og greinir einnig frá bröndurum og samtölum sem fóru fram þann daginn.  Greinina má lesa í heild hjá Heimildinni. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð