Marcus Rashford er að eiga sitt besta tímabil með Manchester United og virðist vera að finna sig verulega undir Erik ten Hag.
Ten Hag tók við Man Utd í sumar og hefur liðið verið á mikilli uppleið undanfarnar vikur.
Rashford var alls ekki góður á síðasta tímabili og skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum.
Sú tölfræði er grafin og gleymd en Rashford er nú búinn að skora 21 mark í 35 leikjum á þessari leiktíð.
Englendingurinn mun klárlega bæta eigið met í vetur en hann hefur mest skorað 22 mörk á einu tímabili og var það árið 2020.