Harry Redknapp hefur staðfest það að hann sé ekki að taka við liði Leeds í ensku úrvalsdeildinni.
Redknapp staðfesti fréttirnar í samtali við TalkSport en hann var óvænt orðaður við starfið fyrir helgi.
Redknapp er fyrrum stjóri Tottenham en hann er 75 ára gamall og hefur ekki þjálfað í sex ár.
Redknapp var síðast hjá Birmingham í næst efstu deild árið 2017 en hefur síðan þá komið fyrir sem sparkspekingur.
Ljóst er að Redknapp verður ekki næsti stjóri Leeds sem ákvað að reka Jesse Marsch á dögunum eftir slæmt gengi.