Aston Villa 2 – 4 Arsenal
1-0 Ollie Watkins(‘6)
1-1 Bukayo Saka(’17)
2-1 Philippe Coutinho(’32)
2-2 Oleksandr Zinchenko(’61)
2-3 Emiliano Martinez(sjálfsmark, 90’)
2-4 Gabriel Martinelli (’90)
Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Aston Villa.
Arsenal lenti tvisvar undir í leiknum en Ollie Watkins kom heimamönnum yfir áður en Bukayo Saka jafnaði metin.
Philippe Coutinho kom Villa aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiks en í þeim seinni jafnaði Oleksandr Zinchenko metin fyrir Arsenal.
Arsenal skoraði svo tvö mörk í uppbótartíma en það fyrra var sjálfsmark frá markmanninum Emliano Martinez.
Miðjumaðurinn Jorginho átti skot í tréverkið sem fór síðan í Martinez og endaði í netinu.
Gabriel Martinelli kláraði svo leikinn fyrir Arsenal á lokasekúndunum en hann skoraði í autt mark eftir að Martinez hafði mætt í vítateig Arsenal eftir hornspyrnu í von um að jafna leikinn.