Unai Emery, stjóri Aston Villa, er viss um að Arsenal geti enn unnið titilinn þrátt fyrir smá lægð undanfarið.
Emery er fyrrum stjóri Arsenal og mætir sínu fyrrum félagi í dag klukkan 12:30 á Villa Park.
Arsenal hefur ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum og er búið að missa toppsætið til Manchester City.
Emery telur þó að leikmenn Arsenal séu enn andlega sterkir og að liðið geti farið alla leið og tekið titilinn þetta árið.
,,Arsenal er mjög gott lið sem er að spila mjög vel. Síðustu leikirnir þeirra munu ekki hafa áhrif á sjálfstraustið og hvernig gengið verður héðan í frá. Það hefur engin áhrif á þeirra hugarástand í titilbaráttunni,“ sagði Emery.
,,Ég upplifði góða tíma hjá Arsenal og naut mín þar. Ég var þarna í eitt og hálft ár og er þakklátur félaginu fyrir tækifærið. Ég mun nýta mína reynslu þar til að gera betur með Aston Villa.“