Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, bauð upp á athyglisverð ummæli um sóknarmanninn Marco Asensio.
Asensio er orðaður við brottför frá Real en hann verður samningslaus í sumar og hefur ekki framlengt.
Óvíst er hvort Asensio muni skrifa undir framlengingu en hann er á besta aldri og er 27 ára gamall.
Ancelotti segist ‘vera alveg sama’ um hvort Asensio framlengi sem margir hafa undrað sig á.
,,Hann lítur vel út að mínu mati, ég veit ekki hvort hann verði hér áfram eða ekki,“ sagði Ancelotti.
,,Hann gæti verið áfram og hann gæti farið, ég veit það ekki og mér er í raun alveg sama. Við erum með stór markmið framundan á þessu tímabili.“