Breiðablik er með fullt hús stiga í Lengjubikar karla eftir sigur á FH í kvöld en leikið var á Kópavogsvelli.
Blikar komust í 2-0 í þessum leik en Vuk Oskar Dimitrijevic lagaði stöðuna fyrir gestina.
Björn Daníel Sverrisson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem endaði á að gulltryggja Blikum sigur en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Einnig í Lengjubikarnum spilaði Selfoss við Leiknir Reykjavík og hafði betur, 1-0.
Breiðablik 3 – 1 FH
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson(víti)
2-0 Stefán Ingi Sigurðarson
2-1 Vuk Oskar Dimitrijevic
3-1 Björn Daníel Sverrisson(sjálfsmark)
Selfoss 1 – 0 Leiknir R.
1-0 Gonzalo Zamorano