Hólmbert Aron Friðjónsson komst á blað í dag í fjörugum leik í næst efstu deild í Þýskalandi.
Hólmbert er leikmaður Holstein Kiel þar í landi en liðið mætti Braunschweig í spennandi viðureign.
Íslenski sóknarmaðurinn skoraði annað mark Holstein Kiel sem kost í 3-0 og virtist ætla að vinna öruggan sigur.
Heimaliðið náði þó að skora tvö mörk eftir það og var lokabaráttan spennandi en gestirnir náðu sigrinum að lokum.
Holstein Kiel er í sjöunda sæti deildarinnar en er sjö stigum á eftir Paderborn sem situr í umspilssæti.