Það er ekkert grín fyrir varnarmenn að mæta sóknarmanninum Kylian Mbappe sem er landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Paris Saint-Germain.
Matty Cash verður sá fyrsti til að segja þér það en hann mætti Mbappe á HM í Katar er Pólland tapaði 3-1 gegn Frökkum.
Mbappe er erfiðasti andstæðingur Mbappe hingað til en hann er þó nokkuð stoltur af eigin frammistöðu gegn ofurstjörnunni.
,,Nokkrum dögum áður en við mættum Frakklandi þá horfðum við á myndbönd af Mbappe og hann var eins og elding,“ sagði Cash.
,,Á leikdegi þá gerði ég ekki annað en að horfa á klippur af honum. Hvernig get ég stoppað hann? Við áttum góða orustu.“
,,Einn gegn einum, nokkrum sinnum komst hann framhjá mér en ég náði líka að stöðva hann.“