fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Sverrir fer með snilldarleik í Face to Face 3

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2023 17:08

Sverrir Guðnason fer með þýðingarmikið hlutverk í þriðju og síðustu þáttaröðinni af Face to Face, sem frumsýnd verður á Viaplay á sunnudaginn. MYND/VIAPLAY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason fer með þýðingarmikið hlutverk í þriðju og síðustu þáttaröðinni af Face to Face, sem frumsýnd verður á Viaplay á sunnudaginn næstkomandi þann 19. febrúar. Fyrstu tvær þáttaraðirnar hafa notið mikilla vinsælda á Viaplay.

Þriðja þáttaröðin hefst á myndbandi sem kollvarpar veröld kaupsýslumannsins Holger Langs, sem leikinn er af hinum þekkta danska leikara Lars Mikkelsen. Á skjánum blasir við upptaka af morðinu á Christinu, lærlingi hans og fyrirhuguðum arftaka, en fram til þessa hafði ranglega verið talið að hún hefði fyrirfarið sér. Í gegnum átta spennuþrungna þætti þarf Holger Lang að standa andspænis fjölskyldu, vinum og óvinum til að komast að sannleiknum. Æsispennandi tilfinningarússíbani sem nær hápunkti sínum þegar gerandinn er afhjúpaður.

Emmy-verðlaunahafinn Lars Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í þáttunum en auk hans leika Sverrir Guðnason, Pilou Asbæk, Evin Ahmad, Nicolas Bro, Josephine Park, Jakob Oftebro, Lene Maria Christensen, Solbjørg Højfeldt, Søren Malling og Lars Brygmann í þáttunum.

Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Face to Face eru aðgengilegar á Viaplay. Eins og áður sagði þá verður þriðja serían frumsýnd 19. febrúar næstkomandi.

Horfðu á stiklu úr þáttunum hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“