Íslenska kvennalandsliðið mætir Wales í öðrum leik sínum á Pinatar Cup á laugardag klukkan 19:30.
Ísland vann 2-0 sigur gegn Skotlandi í fyrsta leik þar sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór á kostum og skoraði bæði mörk Íslands í sínum fyrsta A-landsleik.
Wales vann þá 1-0 sigur á Filippseyjum í fyrsta leik sínum á mótinu.
Leikurinn verður í beinu streymi á KSÍ TV.