fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Elenora býður upp á helgarmatseðilinn og þjófstartar bolludeginum

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2023 15:00

Elenora Rós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elenora Rós Georgsdóttir bakari og lífskúnstner á heiðurinn að helgarmatseðlinum að þessu sinni og hvetur lesendur til að þjófstarta bolludeginum um helgina. Elenora er mikill sælkeri og veit fátt skemmtilegra en að njóta góðs matar með fólkinu sínu. Hún sérstaklega spennt fyrir komandi helgi þar sem konudagurinn er á sunnudaginn og svo er bolludagurinn daginn eftir en hann er uppáhalds dagurinn hennar í öllum heiminum.

Skapa í eldhúsinu eins og góð hugleiðsla

Elenora heldur úti samfélagsmiðlinum @bakaranora og hefur einnig gefið út tvær bækur, Bakað með Elenoru Rós og Bakað meira. „Ég hef unnið í ýmsum bakaríum, farið á allskyns námskeið, unnið erlendis, tekið að mér ýmis konar verkefni tengd bakstri og fleira til.  Ég hef haft mikinn áhuga á bakstri frá því ég var barn og því fylgir einnig mikill áhugi á mat, uppskriftum og öllu því tengdu. Matur getur gert allar upplifanir, viðburði og sérstaka daga enn betri og eftirminnilegri. Matur sem er jafn góður og hann er fallegur á það til að hitta beint í hjartastað og það er heldur betur góð leið að laga góðan mat til að gleðja fólkið sem maður elskar. Sjálf elska ég fátt meira en að vera með fólkinu mínu og borða góðan mat. Það skapa eitthvað í eldhúsinu er eins og góð hugleiðsla fyrir mér og þessar stundir geta skapað ótrúlega dýrmætar minningar,“ segir Elenora.

Helgarmatseðillinn sem Elenora er búin að setja saman er hinn girnilegasti og mun svo sannarlega gleðja alla sælkera sem vilja njóta. „Þar sem konudagur er á sunnudaginn þá ætlum við að dekra extra vel við okkur. Síðan er bolludagurinn líka fram undan og hann er uppáhalds dagurinn minn í öllum heiminum ætla ég að leyfa mér að þjófstarta honum um helgina.“

Föstudagur – Tex-mex kjötbollur

„Á föstudeginum þjófstörtum við bolludeginum. Hér er dýrindis uppskrift af kjötbollum sem svíkja engan og hlýja manni um hjartarætur. Þær eru fullkomnar á þessum köldu dögum sem við höfum verið að upplifa og kitla bragðlaukana.“

Sjá uppskrift hér: Bragðmiklar kjötbollur

Laugardagur – Parmesan- og sítrónukjúklingur og Djöflaterta

„Hér höfum við ofsalega góðan kjúklingarétt sem svoleiðis bráðnar upp í manni. Hann er fullkomin til að gera vel við sig og sína á góðu laugardagskvöldi og á eftir a skilja alla eftir í alsælu. Í eftirrétt ætlum við síðan að bjóða upp á þessa frábæru klassík. Hún er auðveld en svíkur engan og er ávallt uppáhald allra. Klassísk og góð og eins rómantísk og þær gerast svona í aðdraganda Valentínusardagsins.“

Sjá uppskrift hér: Parmesan- og sítrónukjúklingur

Sjá uppskrift hér: Djöflatertan

Sunnudagur – Beikon vafðar tígrísrækjur, Taco og bollur í tilefni bolludagsins

Konudagur er dagur sem ég elska einstaklega mikið og held mikið upp á enda afar þakklát fyrir konurnar í mínu lífi. Við ætlum ekki bara að bjóða í sunnudagskaffi í tilefni bolludagsins heldur ætlum við líka að bjóða upp á dýrindis veislu um kvöldið. Við höfum hér dásemdar forrétt. Auðveldan og fljótlegan en lygilega góðan og ævintýralegan fyrir bragðlaukana. Svo í kjölfarið höfum við taco. Mér finnst skemmtilegt að bjóða upp á aðeins óhefðbundna hluti á svona stórum og skemmtilegum dögum. Ég er einnig mikill aðdáandi af góðu taco. Það er líka oft svo góð stemning í kringum rétti eins og gott taco og fannst mér tilvalið að bjóða upp á það í lok helgarinnar á konudaginn sjálfan.“

Sjá uppskrift hér: Beikonvafðar tígrísrækjur

Sjá uppskrift hér: Taco með rækjum

„Fyrir þá sem vilja svo þjófstarta besta degi ársins og bjóða í sunnudagskaffi, sem er minn uppáhalds tími til að bjóða fólki í kaffi þá eru hér mínar eftirlætis bollur allar samankomnar á einum stað.“

Sjá uppskrift hér: Bollurnar hennar Elenoru

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum