Í lok nóvember árið 2022 var maður ákærður fyrir 14 brot en mikill meirihluti þeirra snýst um það athæfi að snæða á veitingastöðum og greiða ekki fyrir veitingarnar. Maðurinn var auk þess sakaður um að stela rauðvínsflösku, hvínsflösku, ódýru hálsmeni og mat úr verslun. Ákæruliðirnir eru svohljóðandi:
„1. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 12. júlí 2021, pantað og neytt veitinga að andvirði 11.000 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Garðabæ, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.
2. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 12. júlí 2021, pantað og neytt veitinga að andvirði 5.620 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Hafnarfirði, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.
3. Fjársvik með því að hafa, fimmtudaginn 4. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 2.950 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Reykjavík, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.
4. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 5. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 7.750 kr. á veitingastaðnum […] að […] í Reykjavík, án þess að geta greitt
fyrir andvirði veitinganna.
5. Fjársvik með því að hafa, fimmtudaginn 11. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 8.793 kr. á veitingastaðnum […] á […] í Reykjavík og síðar sama dag
pantað og neytt veitinga að andvirði 4.768 kr. á veitingastaðnum […] í […] í Reykjavík, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.
6. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 12. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 13.250 kr. á veitingastaðnum […] við […] í Reykjavík, án þess að geta
greitt fyrir andvirði veitinganna.
7. Fjársvik með því að hafa, föstudaginn 12. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 11.500 kr. á veitingastaðnum […] við […] í Reykjavík, án þess að geta
greitt fyrir andvirði veitinganna.
8. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 15. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 1.300 kr. á veitingastaðnum […] við […] í Reykjavík, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.
9. Fjársvik með því að hafa, miðvikudaginn 17. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 14.880 kr. á veitingastaðnum […] í […] í Kópavogi, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.
10. Fjársvik með því að hafa, mánudaginn 22. ágúst 2022, pantað og neytt veitinga að andvirði 3.897 kr. á veitingastaðnum […] á […] í Reykjavík, án þess að geta greitt fyrir andvirði veitinganna.
11. Gripdeild með því að hafa, miðvikudaginn 10. ágúst 2022, í móttöku […] á […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi rauðvínsflösku að andvirði 1.400 kr. og fengið sér
sopa án þess að greiða fyrir.
12. Gripdeild með því að hafa, miðvikudaginn 10. ágúst 2022, í móttöku […] við […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi hvítvínsflösku að andvirði 1.700 kr. og yfirgefið
hótelið án þess að greiða fyrir.
13. Gripdeild með því að hafa, mánudaginn 15. ágúst 2022, í versluninni […] við […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi hálsmen að verðmæti 1.900 kr. og gengið út úr
búðinni án þess að greiða fyrir.
14. Gripdeild með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 30. ágúst 2022, í versluninni […] við […] í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi veitingar að andvirði 2.496 kr. og neytt þeirra án þess að greiða fyrir.“
Maðurinn játaði brot sín að fullu. Var hann dæmur í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða verjanda sínum í málsvarnarlaun rúmlega 210 þúsund krónur.