Deilur Shakiru og Gerard Pique eru áfram í sviðsljósinu og átti hún nýjasta höggið.
Fyrrum knattspyrnumaðurinn 35 ára gamli hætti með eiginkonu sinni Shakiru í fyrra. Hafa sambansslitin verið ansi stormasöm, en þau höfðu verið saman í tólf ár og eiga tvö börn saman.
Shakira sakaði Pique um framhjáhald með Clöru Chia, sem hann er í sambandi með í dag.
Eftir sambandsslitin hefur hún farið mikinn og til að mynda samið lag þar sem hún urðar yfir Pique.
Nú birti hún myndband á TikTok þar sem hún söng með laginu Kill Bill.
„Ég gæti drepið minn fyrrverandi, ekki besta hugmyndin. Næst verður það kærasta hans. Hvernig komst ég hingað?“ segir í laginu.
@shakira