Harry Redknapp gæti óvænt verið að snúa aftur á hliðarlínuna ef marka má frétt the Mirror.
Redknapp hefur ekki þjálfað í heil sex ár en hann var síðast á mála hjá Birmingham City árið 2017.
Samkvæmt Mirror er Redknapp möguleiki sem næsti stjóri Leeds sem leitar nú að arftaka Jesse Marsch.
Redknapp er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham og West Ham en hann er orðinn 75 ára gamall.
Leeds ku skoða það hvort Redknapp sé besti möguleikinn í að halda liðinu í efstu deild en gengið hingað til hefur verið slakt.
Leeds er aðeins stigi fyrir ofan fallsvæðið og er stigi á undan bæði Everton og Bournemouth sem eru í fallsæti.