fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Einar sendi væna sneið á Hlíðarenda – „Það er náttúrulega erfitt fyrir íþróttafélög að keppa við fasteignafélög“

433
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Karlalið Vals í handbolta kom sér í góða stöðu í riðli sínum í Evrópudeildinni með sigri á heimavelli gegn Benidorm. Fram undan er afar stór heimaleikur gegn franska liðinu PAUC í næstu viku sem ákvarðar næstu skref liðsins í Evrópu.

Benedikt Bóas réði sér ekki af spennu í settinu, enda mikill Valsari. Hann bauðst til þess að bjóða Einari Kárasyni, stuðningsmanni erkifjendanna í Fram, á Evrópukvöld á Hlíðarenda í næstu viku.

,,Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu og kem að einhverju leiti að þessu, ég veit það, en það er ógeðslega gaman á Evrópukvöldi á Hlíðarenda.“

Einar þakkaði fyrir boðið og hann samgleðst Völsurum.

,,Mér finnst þetta frábært, það eru hvað svona þrjátíu ár síðan að íslensku félagsliðin í handbolta voru bara nálægt því að verða Evrópumeistarar.

Valur eitt árið þegar að Siggi Sveins var með þeim, Víkingur þegar að þeir voru dæmdir úr keppni í einvíginu gegn Ystads í Svíþjóð. Fyrir það höfðu þeir unnið lið á borð við Barcelona og slegið þá út.“

Einari finnst mjög gaman að sjá íslenskt félagslið gera svona vel fyrir utan landssteinana.

,,Íslensk félagslið eru aftur farin að gera sig gildandi. Það eitt að standa í Flensburg á útivelli, eins og Valsarar gerðu nú nýlega, það er náttúrulega bara æðislegt. Þetta er okkar íþrótt og það sem við erum best í.“

Benedikt Bóas gerði þá heiðarlega tilraun til þess að lokka knattspyrnufíkilinn Hörð Snævar með sér á Evrópukvöld í handbolta á Hlíðarenda. Ætlarðu að koma með?

,,Það er Liverpool – Real Madrid á sama tíma, ég er góður bara,“ sagði Hörður kíminn og bætti svo við. ,,En við sjáum það greinilega hversu mikil sókn er í handboltanum hér heima. Daníel Freyr, fyrrum landsliðsmarkvörðurinn er á leið heim til FH úr atvinnumennsku, ætlar þar að fylgja Aroni Pálmarssyni, Óli Gúst gæti verið að færa sig úr KA í FH.“

FH sé að búa til alvöru lið, Haukar eru að næla í Guðmund Hólmar. Menn eru að koma heim úr atvinnumennsku og það virðist vera koma meiri peningar inn í handboltann hér heima.

,,Kannski er þetta eins og í fótboltanum. Valur er búið að, með alla sína milljarða inn á bók, að hækka ránna og núna eru hin liðin að elta. Ég tala um þetta sem jákvæðan hlut.“

Framarinn Einar skaut þá fast í áttina að erkifjendum Fram í Val:

,,Það er náttúrulega erfitt fyrir íþróttafélög að keppa við fasteignafélög.“

Sjá má nánari umræðu um Val og handboltann hér heima hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
Hide picture