Parið Elva Hrund Ágústsdóttir og Jón Júlíus Árnason eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í rúmt ár. Þau eru að njóta lífsins í Karabíska hafinu þar sem Jón Júlíus skellti sér á skeljarnar og bað sinnar heittelskuðu. Elva Hrund sagði já og sagði í færslu á Instagram að það hefði verið einfaldasta svar í heimi.
View this post on Instagram
Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sjálfstætt sem stílisti og blaðamaður. Jón Júlíus starfar sem flugmaður hjá Icelandair. Bæði eiga börn frá fyrri samböndum.