Chelsea hefur mikinn áhuga á að halda Joao Felix hjá félaginu lengur en fram á næsta sumar.
Portúgalski sóknarmaðurinn er á láni hjá Chelsea frá Atletico Madrid og á að halda aftur til spænsku höfuðborgarinnar í sumar.
Lundúnafélagið vill hins vegar halda honum hjá sér og er að skoða leiðir til þess að láta það ganga upp.
Samkvæmt Marca er Chelsea til í að senda Mason Mount til Atletico Madrid sem hluta af skiptidíl við Atletico Madrid og fá Felix í hina áttina.
Chelsea er þegar sagt hafa rætt við Atletico Madrid um hugsanleg skipti Felix. Kappinn skrifaði hins vegar undir langtímasamning við spænska félagið áður en hann fór á láni til Chelsea. Hann verður því ekki ódýr.
Á sama tíma rennur samningur Mount við Chelsea út eftir næstu leiktíð.